Mynd: David Robertson

Öruggur sigur í fyrsta fjallahjólamóti sumarsins. Keppnin var spennandi frá fyrstu mínútu, tók forystu þegar komið var í fyrstu brekku og þaðan var aldrei snúið aftur. Endaði með um 4 mínútna forskot á góðum tíma, tæplega 2 mínútum hraðar en markmið kvöldsins var. 

Brautin var mjög góð, skemmtilegri en sú sem hefur vanalega verið hjóluð, og það að mestu leyti vegna viðbótar á Paradísardalnum. HFR stóðu sig vel í skipulagi mótsins, og mér var td. bent á að startið var aldrei þessu vant á hárréttum tíma, sem er bara snilld.

Þetta var fyrsta mótið mitt á nýju hjóli sem ég keppi á fyrir Lauf Forks, en hjólið heitir Specialized S-Works Stumpjumper World Cup, lengsta nafn í heimi en hjólið er hreint út sagt frábært og ekki skemmir að það sé undir 8 kílóum, búið besta dempara sem ég gæti hugsað mér fyrir aðstæður kvöldsins. Það er frábært að geta verið á þeim stað í sportinu, að hafa besta búnaðinn til þess að ná toppsæti.

Ég þakka HFR fyrir flott mótshald, og styrktaraðilum mínum fyrir góðann stuðning: Kria Cycles, Lauf Forks, Compressport Iceland, Hreysti, Optical Studio og Gló

Comments

comments