Mynd: Georg Vilhjálmsson

2.bikar í fjallahjólreiðum fór fram í gærkvöldi í Öskjuhlíðinni, í einni af tæknilegustu brautum sem keppt er í á Íslandi. Tindur hélt keppnina og stóð sig frábærlega í brautarmerkingum, þjónustu og almennum skemmtilegheitum.

Ég hef alltaf verið spenntur fyrir þessarri keppni enda held ég mikið upp á tæknilegar fjallahjólreiðar, og ég vissi að framundan væri sennilega ein af erfiðustu keppnum vorsins, enda verðugir andstæðingar skráðir til leiks.

Keppnin byrjaði hratt og örugglega, Hafsteinn Ægir tók kunnuglega til forystunnar og brunaði í gegn um blauta drulluna og sleipar ræturnar, en ég ákvað svo að gefa hressilega í þegar komið var að fyrstu brekku, og opnaði þar ágætis forskot.

Við tóku 45 mínútur, eða 3 hringir af erfiðum, og ég þurfti að leggja mig allan fram til að halda íslandsmeistaranum í afturspeglinum, en fann þó að forskotið jókst með hverjum hring. Sénsar voru teknir og beygjur farnar yfir þægilegum hraða, og oftar en einu sinni var ég við það að fljúga á hausinn, en var heppinn að sleppa við það.

Að 3 hringjum loknum heyrði ég gleðitíðindi frá Karen Axelsdottir, en þær voru að ég væri með rúmlega 30 sek forskot, langur tími í svona stuttri keppni. Ákvað strax að byrja að taka því rólega og passa að gera engin mistök. Það gerði góða hluti og náði ég að koma fyrstur í mark, litlum 12 sekúndum á undan Hafsteini.

Þetta var glæsileg keppni, og ég þakka öllum kærlega fyrir mig 

Þessir hjálpuðu mér að sigra: Kria Cycles, Lauf Forks, IronViking, Hreysti,Optical Studio, Gló

Comments

comments