Mynd: Arnold Björnsson

Í gær var haldin criterium götuhjólakeppni í boði HFR – Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Porche á Íslandi, fyrir þá sem ekki þekkja til þá er criterium sérstakt form götuhjólreiða þar sem menn og konur hjóla stuttann hring margoft, eða hátt í 14 sinnum eins og í gær, og einkennast af miklum hraða, spennu og æsingi þar sem keppnin er töluvert styttri en vanalega og lítill tími til að gera hluti eða bregðast við þeim.

Keppnin fór ekki eins og ég hafði viljað, og strax eftir keppni var ég ekki sá hressasti, en eftir á að hyggja mætti kanski reka það til þess að hingað til á árinu hefur lítið farið úrskeiðis, og sennilega ekki jafn mikið sem klikkaði og á horfðist strax eftir keppni; það gengur ekki alltaf jafn vel  Svo fór að eftir nokkra hringi byrjuðu svipaðir hlutir að gerast og í fyrra, ég fékk strax á tilfinninguna að það væru í raun 3 “lið” í keppninni, auk fjölmargra sem voru að keppa aðeins fyrir sjálfa sig. Ég var fyrirliði einna þessarra liða, og þegar 1, og svo 2 meðlimir annars hinna liðanna byrjuðu að fylgja sínu plani, fóru á sama tíma hlutirnir mín megin að ganga verr. Þegar þetta gerðist kom á stuttri stundu í ljós að það var nauðsynlegt að breyta til, og hugsa frekar með hjartanu, frekar en hausnum, en það var of seint, 2 Trek-menn voru farnir, annar þeirra einn sterkasti hjólari á landinu.

Stærstu mistökin voru svo gerð þegar sigurvegari keppninnar, Árni Már Jónsson, stakk af fljótlega eftir brekkuna þar sem ég hafði tekið hressilega á því. Hann fór nánast án svars frá neinum öðrum, og ég var sjálfur of þreyttur til að ná í hann. Fljótlega eftir þetta fór megnið af hópnum í vörn, eða hreinlega gerðu ekki neitt, en með nokkrum löngum og öflugum keyrslum fráÓskar Ómarsson og sprettum upp brekkuna frá sjálfum mér fór bilið að minnka, og var ansi stutt í þremeningana fremst á tímapunkti, en þarna var sennilega rétti tíminn til að hætta taktík og keyra bara á eftir þeim, eyða sennilega of mörkum eldspýtum til að draga hópinn saman aftur, en það bara gerðist ekki, erfitt að útskýra það.

Það stóð þó upp úr í keppninni að þegar kom að lokum áttum við Hafsteinngóðann endasprett, ég rétt hafði hann en þykist viss um að hann hafi átt meira inni, enda spretturinn um 4.sæti ekki sá sami og sprettur í átt að sigri. Maður getur ekkert annað gert en að læra af svona keppni og koma klárari í næstu keppni!

Ég þakka mótshöldurum fyrir flott mót og veðurguðunum fyrir að gefa öllum nema þeim hörðustu gott veður  Styrktaraðilarnir góðu voru Kria Cycles,IronViking, Hreysti, Optical Studio og Gló

Comments

comments