Category: Uncategorized (page 2 of 2)

Heimsmeistaramótið í drullumalli

Ég fór á heimsmeistaramót í hjólreiðum í fjórða skiptið síðustu helgi, og það var gott bland af gamani, erfiðleikum og drullu. Ferðalagið hófst á fimmtudegi með flugi eldsnemma frá Kaupmannahöfn. Vaknaði “eldhress” kl 5 um morgun, skellti mér í klassíska 20 mín labbið út á lestarstöð með hjólatösku, venjulega ferðatösku og handfarangur, tók lestina og metroið út á völl sem tekur um 1klst og rauk beint í flugvallar rútínuna. Eftir 3 ár í útlöndum og stanslaust brölt með hjólatöskuna verður þetta ekki gamalt!

Eftir örstutt flug til Eindhoven í Hollandi hitti ég ferðafélagana sem ég hafði þó ekki séð fyrr en eftir flugið, Gústaf og mömmu hans Fríðu. Þarna samanstóð Íslenska landsliðið í cyclocross, þetta árið. Við drifum okkur á skrifstofu Hertz og náðum í bílinn okkar, eftir að starfsmaðurinn var búinn að spyrja mig út í allt milli himins og jarðar um ferðalag til Íslands, muninn á Hollandi og Íslandi ofl ofl. Við rúntuðum þaðan til Valkenburg, sem allir sem fylgjast reglulega með cyclocross ættu að kannast við, en þarna hefur verið haldið World Cup í cyclocross nánast árlega í langann tíma, og staðurinn einnig þekktur fyrir þennan fína hól sem kallast Cauberg, séður í Amstel Gold Race, og þegar Philippe Gilbert varð heimsmeistari í götuhjólreiðum árið 2012.

Hótelstjórinn á Hotel Lahaye tók á móti okkur og var sá allra hressasti. Kallinn, sem var á besta aldri og með hressari Hollendingum sem ég hef hitt, fer rakleiðis á topplistann yfir hótelstjóra eftir þessa ferð. Hann var spenntur fyrir keppninni, sagði okkur frá hinu og þessu sem tengdist hjólasögu bæjarins, fussaði ekkert yfir okkur þegar við gengum um á skítugum skónum, þrifum hjólin með garðslöngunni hans og var alltaf brosandi. Hótelið var í um 3 km fjarlægð frá brautinni sem gerði lífið mjög auðvelt fyrir okkur.

 

Uppáhalds veitingastaðurinn okkar, sem farið var á, á hverjum degi, er De Holle Eik. Lítill bar/veitingastaður í göngufjarlægð frá hótelinu og með einfalt og gott spagetti bolognese, staðurinn gat ekki klikkað. Hjónin sem eiga staðin voru líka mestu snillingar og voru hressari með hverjum deginum sem við mættum í hádegismat.

Fyrsta æfing á brautinni hófst um leið og við kláruðum að setja saman hjólin, allir mjög hressir eftir ferðalagið (kaldhæðnin í botni), og klárir í brautarskoðun. Það var fínt að skoða brautina á fimmtudegi þar sem fæstir voru mættir á staðinn og ekki mikil umferð í brautinni. Það er smá munur á því að skoða braut í litlum keppnum þar sem fólk rúllar bara um og hmm-ar út í loftið, á stórmótunum koma Belgísku og Hollensku liðin, ásamt öðrum, eins og lestir og fljúga brautina með tilheyrandi hrópum og köllum ef einhverjum dettur í hug að vera fyrir. Brautin féll í góðann jarðveg hjá okkur Gústafi um leið og við rúlluðum hana, en fyrsta tilfinning var þó hversu þung hún var og nánast ómögulegt að rúlla hana án þess að setja smá kraft í það.

Ég lenti í vandræðum með keðjuna á hjólinu sem virtist ekki hafa neinn áhuga á að sitja kjurr á tannhjólinu, og það fór heldur betur með brautarskoðunina mína, en sem betur fer náði Gústaf að nýta tímann og fara nokkra hringi. Eftir brautarskoðunina var einfalda rútínan sett í gang: hjólin þrifin (sem tók óratíma því einhverjum fannst sniðugt að hafa bara eina garðslöngu fyrir alla keppendur), beint á hótel í sturtu, og út að finna kvöldmat. Það sofnuðu allir mjög snemma þann daginn, jafnvel á skala Gústafs og mömmu hans, sem passar vægast sagt ekki við minn, sem B- manneskja.

Föstudagurinn var ekki mjög frábrugðinn deginum áður, brautarskoðun og æfingar í brautinni, ásamt viðhaldi á græjum. Fríða fór á alla fundina hjá UCI, sótti keppnisgögn, spurði spurninga og spjallaði við liðsstjóra Norska landsliðsins, sem var í sjokki yfir ansi áhugaverðri staðreynd: Ísland var með fleiri keppendur heldur en Noregur. Við Gústaf sáum augljósann mun á brautinni milli daga eftir að nokkrir höfðu hjólað hana. Allir skurðir, eða rákir, í brautinni voru dýpri, drullan mýkri og sleipari, og allur afgangur af grasi var orðinn að drullu. Það var ljóst að brautin yrði handónýt á sunnudeginum, og stefndi allt í fjöruga keppni.

Við eyddum laugardeginum í að horfa á aðrar keppnir í sjónvarpinu eða á keppnisstað, en þá voru Junior karlar, U23 konur og Elite konur að keppa. Það var gaman að sjá hina flokkana keppa, og það var augljóst að þetta var ein erfiðasta heimsmeistarakeppni síðari ára, eitthvað sem margar sleggjur í sportinu tóku undir og lýstu yfir á félagsmiðlum. Við Gústaf tókum létta æfingu með nokkrum “leg openers” til að vera í topp standi fyrir okkar keppni.

Sunnudagurinn rann upp og við klár með planið. Gústaf var að keppa kl 11 og ég kl 15, sem þýddi að það var hægt að gera allt vel án þess að lenda í tímaþröng á milli keppna. Ég skipti um hatt og gerðist aðstoðarmaður í nokkra klukkutíma á meðan Gústaf gerði sig klárann fyrir keppnina. Við notum hjól hvors annars sem varahjól, en vegna þess að ég var í vandræðum með keðjuna mína þá var það ekki besti kostur, en var þó til staðar. Stuttu fyrir start var ég mættur í pittinn með hjólið, og Fríða var í startinu með Gústaf til að taka af honum jakkann og annað úr upphitun. Keppnin hans fór af stað og á meðan við fylgdumst með Eli Iserbyt jarða samkeppnina, Joris Nieuwenhuis skipta um skó og Tom Pidcock valda Breska heimsveldinu vonbrigðum, stóð Gústaf sig vel í baráttu við tvo Ástrali, ekki langt á eftir nokkrum strákum frá Danmörku. Hann átti góða keppni og var bara ánægður með sig eftirá.

Eftir þetta var kominn tími fyrir mig að kveikja á keppnisskapinu. Að sjálfsögðu fór ég beint á De Holle Eik í spagettí, áður en ég græjaði allt fyrir keppnina. Fullklæddur og klár í slaginn fór ég að hita upp, á meðan Gústaf tók við hlutverki aðstoðarmanns og Fríða fór og beið eftir mér í startinu. Þetta var gott skipulag hjá okkur og ekkert klikkaði, sem róar taugarnar og hjálpar manni að fókusa á keppnina.

Keppnin mín fór af stað með tilheyrandi látum, en ég ákvað að vera sniðugur og taka ekki þátt í látunum, verandi á öftustu startröð. Ég fór rólega af stað, setti lítinn kraft í að elta hópinn og uppskar nokkrum beygjum síðar þegar ég náði öllum aftur í umferðaröngþveitinu sem verður aftast í svona stórum keppnum. Það er vægast sagt erfitt að ná fram úr hópnum frá öftustu röð, þannig að það þótti skynsamlegt að bíða eftir að dreifðist úr hópnum. Eins og mátti búast við var brautin í skelfilegu ástandi, og samkvæmt mínum óvísindalegu ágiskunum hef ég sennilega hlaupið um 70% af brautinni, með hjólið á öxlinni. Við tók slagur við keppendur frá Japan og Írlandi, en ég átti nokkuð góðann fyrsta hring fyrir utan keðjuna sem hoppaði af og kostaði mig um 30 sek. Ég hélt áfram og barðist til síðustu mínútu, flaug á hausinn 3-4 sinnum og var alveg í klessu þarna, en ég er alveg sannfærður um að ég hef aldrei farið úr fullum bensíntank, niður á bensínljósið, á jafn stuttum tíma. Eftir 3 hringi var ég nokkrum metrum fyrir aftan þremeningana, en við vorum allir teknir úr keppni með hinni svokölluðu 80% reglu og þar var því lokið. Ég verð að viðurkenna, ég hef aldrei verið svona feginn að vera dreginn úr keppni.

Það var ótrúlega gaman að koma beint úr keppni, drulluþreyttur og ógeðslegur, og lenda í merkilega stöðugu streymi af fólki sem vildi taka myndir með mér, taka í höndina á mér og óska mér til hamingju með keppnina. Þetta var óvenju mikið, en ég tók líka eftir því að á meðan keppnin stóð yfir þá hættu ekki hrópin og köllin: “Iceland!”, “Hoo!”, “Go ICE!” og svo framvegis.

Þetta var skemmtileg upplifun, ekki laus við uppákomur og smá stress, en almennt séð góð ferð með góðum árangri. Ég get ekki séð að meira hefði verið hægt að gera þarna miðað við aðstæður og styrk liðsins. Takk allir sem fylgdust með, hvöttu okkur áfram og sýndu okkur að við héldum uppi heiðri Íslands í stærstu cyclocross keppni í heiminum.

Nýtt ár, nýjir möguleikar

Það er ansi langt síðan ég tók upp “pennann” og bloggaði smá, en það segir líka margt um hvernig veturinn hefur verið. Eftir síðasta sumar var hausinn þreyttari en líkaminn, og mér fannst gott að taka smá tíma til að slappa af, njóta góðs árangurs síðasta árs, og meta stöðuna fyrir framtíðina.

Haustið getur verið merkilega skemmtilegur tími ef notað rétt. Ég hef prufað undanfarin ár að gera ekki neitt eftir að keppnistímabilinu lýkur, hvíla líkamann, eða svo segi ég. Í hvert skipti hef ég endað á að gefast upp á hvíldinni, byrja of snemma á erfiðum og löngum æfingum og klára andlega orku allt of snemma yfir veturinn, og kem inn í vorið með þreyttann haus. Ég hef líka prufað að halda bara áfram að hjóla eins og venjulega, hugsa haustið eins og það sé vor, og fara bara á fullri ferð inn í veturinn, en það kemur heldur ekki alltaf vel út, sérstaklega þegar álagið eykst með árunum.

 

Ég breytti aðeins til í haust. Kvaddi einkaþjálfarann og hætti að hjóla eftir plani, og það viljandi. Ég hætti ekki að hjóla, heldur tók ég nokkurra vikna tímabil þar sem ég hjólaði nákvæmlega eins og mér sýndist. Ef mig langaði út að æfa stökkpallana á fjallahjólinu gerði ég það, og ekkert annað. Ég fór stundum út á cyclocross hjólinu, fann mér grasflöt og setti upp keilur, hring með uþb 20 beygjum sem tók um 1 mínútu að hjóla, og hjólaði hann þar til grasið var orðið að mold. Rólegir rúntar um hverfið til að skoða nýja slóða og nýja vegi. Hópæfingar með hjólahópum sem ég hafði alltaf hætt við að hjóla með “af því það passaði ekki inn í planið”.

Þetta var frelsandi, svo lítið sé sagt. Ég er ansi vanur því að hjóla samkvæmt plani, taka mínar æfingar hárrétt og gera það aleinn vegna þess að þær passa ekki við hópæfingar, hvort sem það er að hjóla í 4 tíma undir ákveðnu álagi, eða taka interval æfingar inn í skógi. En þetta var mín leið til að brjóta upp hversdagsleikann og taka smá “alternative” frí frá því sem ég geri restina af árinu.

Cyclocross keppnir hafa aldrei verið rosalega ofarlega á forgangslistanum mínum, en mér finnst þær skemmtilegar af mörgum mismunandi ástæðum. Þetta er til að byrja með frábær leið til að finna tilbreytingu frá fjallahjólinu, og til að komast í gegn um vetraræfingarnar með pínulitlum markmiðum, sem finnast í smákeppnum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í Danmörku. Kannski er helsta ástæðan fyrir því að ég tek þátt í þessum keppnum sú staðreynd að þetta er tæknileg áskorun fyrir mig. Ég vinn keppnir með því að vera sterkur, ekki tæknilega góður, og þá veit ég að það er gott að leggja áherslu á að æfa veikleikana. Cyclocross hjálpar með það 🙂

Janúar er að verða búinn og vetrarundirbúningurinn búinn að ganga vel, og “samkvæmt plani”, en næstu helgi ætla ég að bæta einni heimsmeistarakeppni við ferilskránna, þegar ég fer til Valkenburg í Hollandi, á HM í cyclocross. Þessi keppni, fyrir mér, snýst um upplifunina fyrst og fremst. Cyclocross er ekki forgangsatriði hjá mér, en ég er stoltur af því að eiga tækifæri á að taka þátt þarna fyrir Íslands hönd, þannig að ég ætla að grípa tækifærið, hafa gaman af þessu og reyna að lifa af í einni af erfiðustu brautum seinni ára!

Það styttist í keppnistímabilið, sem hefst með Andalucia Bike Race í lok Febrúar. Þaðan byrja æfingar að verða þyngri og styttri, með áherslu á fjallahjólið í tækni, og erfiðar interval keyrslur til að vera í formi fyrir 90 mínútna keppnir þar sem mælirinn er í rauðu frá upphafi til enda. Þetta verður rosalegt ár í keppnum, og ég er búinn að setja mér lengsta lista af markmiðum sem ég hef nokkurntíman gert, og planið er að fylgja því eftir með reglulegu bloggi 🙂

Að þjálfa eða vera þjálfaður?

Ég hef prufað bæði að vera með einkaþjálfara og reyna að skipuleggja sjálfann mig í æfingum og keppnum. Það getur verið ansi misjafnt hvernig maður skilgreinir “einkaþjálfara”, oftast fer það eftir kostnaði og metnaði hjá báðum aðilum.

Einfaldasta formið á einkaþjálfun að mínu mati er að hafa einhvern sem hefur góða þekkingu og reynslu, sem setur saman mánaðarlegt, eða vikulegt, æfingaplan. Planið byggir á almennri þekkingu um hvaða æfingar henta hverju sinni, og byggir á tímabili, tegund hjólara (götuhjólari, fjallahjólari, ofl) og markmiðum eins og keppnum eða stórum viðburðum.
Flóknasta formið, af því sem ég þekki, er einhver sem sér um allt sem tengist æfingum og keppnum, frá A til Ö. Æfingaplanið er sérhannað fyrir tegund hjólara, og þá mun nákvæmar (götuhjólari er sprettari eða klifrari? fjallahjólari er maraþon eða ólympísk týpa?), og miðar við power mælingar, greiningu á veikleikum og styrkleikum, og er sett undir smásjá þannig að hver dagur fær mikla athygli. Keppnisplanið er búið til í samræmi við þetta, þjálfarinn hefur reynslu af hvaða keppnir henta og hverjar ekki, og hvernig er best að raða upp svokölluðum “A-keppnum, B-keppnum og C-keppnum”. Álagspróf eru gerð reglulega til að athuga þróun á formi og fylgjast með því að æfingar séu að gera það sem þær eiga að gera.

En hvað er gott við að hafa þjálfara, hvað græðir maður mest af því, og hvað af þessu sem þjálfarinn býður upp á er hægt að leysa án hans?

Jú, þjálfarinn býr yfir ótrúlega miklu magni af reynslu og þekkingu. Hann hefur mögulega lesið allar bækurnar, greinarnar og viðtölin um æfingahugmyndir nútímans, en er það nóg?
Ég sé fyrir mér tvær tegundir af þjálfurum.

Annarsvegar sá sem hefur, jú, lesið allt um allar gerðir af æfingahugmyndafræðum, hefur lokið við þjálfunarnámskeiðin og getur þulið upp öll helstu hugtökin eins og TSS, NP, w’ balance, VAM, CTL, TSB ofl ofl. Hann þekkir þær pælingar sem eru gamaldags og hafa verið gerðar úreldar, og þekkir allar nýjustu aðferðirnar.

Hinsvegar er sá sem hefur sjálfur verið hinum megin við borðið, sem afreksíþróttamaður, og á að baki mörg ár af ótrúlega erfiðum æfingavetrum, tugi sigra, ósigra, og titla. Hann hefur farið í gegn um háu punktana og lágu punktana sem allir íþróttamenn upplifa, og hefur eigin reynslu af því að vera með þjálfara.

Persónulega myndi ég velja þann síðarnefnda. Að mínu mati skiptir bókaþekking gríðarlega miklu máli, og er grunnurinn af því að geta veitt ráðgjöf í æfingum, og að geta greint það sem vantar upp á til að íþróttamaðurinn geti orðið sterkari og betri. En það sem gerir þjálfarann enn betri er að hafa persónulega reynslu af því sem íþróttamaðurinn, sem hann er að aðstoða, er að ganga í gegn um. Það skiptir svo miklu máli að geta séð litlu smáatriðin sem eru að valda vandræðum, og sjást ekki á Strava eða Trainingpeaks. Það er svo margt sem íþróttamaðurinn sér sem þjálfarinn sér ekki, eins og andlega hliðin sem snýr að því hvernig er best að undirbúa sig fyrir stórmót, að takast á við aðra keppendur í miðri keppni, og að gleyma ekki til hvers maður er að þessu öllu.

Það sem mér finnst vera best við að hafa þjálfara er að taka af sjálfum mér ábyrgðina á því að búa til plan og fylgja því. Það hljómar kannski ekki vel, en staðreyndin er sú að það er auðveldara að svíkja sjálfann sig. Kannski er 4 tíma æfing á föstudaginn, sem inniheldur samtals um 30 mínútur af interval æfingum yfir þröskuld. Veðurspáin lítur vel út en þegar kemur að æfingunni er veðrið skelfilegt og aðstæður til æfinga ekki sem bestar. Hausinn fer í mínus, mann langar ekki að klæða sig í öll vetrarfötin og leggja af stað út í kuldann, og vera þar í ekki 1,2 eða 3, heldur 4 klukkutíma. Eftir tæpa 2 tíma er komið að interval æfingum og maður segir við sjálfann sig að það sé ekkert voðalega sniðugt að taka svona mikið á því í dag, líkaminn er þreyttur og það eru erfiðar æfingar um helgina. Það er kannski betra að stytta æfinguna til að forðast ofþjálfun og taka bara meira á því næst?
Þarna, fyrir mér, er þetta spurning um að vera góður við sjálfann sig og rúlla heim, sannfærður um að þetta hafi verið rökrétt ákvörðun.
En hvað ef æfingin var skipulögð af einkaþjálfaranum? Sá sem eyðir tíma í að setja saman plönin, spjallar við þig um árangurinn og framhaldið, og fær borgað fyrir það? Það er erfitt að óhlýðnast honum, þegar maður kemur heim fær maður skilaboð frá þjálfaranum, “afhverju kláraðiru ekki æfinguna í dag?”, mórallinn leggst yfir mann og manni líður eins og krakka í skóla sem skilaði ekki heimavinnunni.

Með góðri samsetningu af aga, metnaði, og vilja til að læra, er hægt að sjá um æfingarnar án aðstoðar. Eftir 3 ár með einkaþjálfa, sem gerði frábæra hluti fyrir mig og kom mér á “næsta level”, hef ég ákveðið að prufa að þjálfa sjálfann mig. Undanfarin 2 ár hef ég aðstoðað hina og þessa á Íslandi við æfingar og keppnisundirbúning, með góðum árangri. Ég hef meiri áhuga en mig grunaði á því að þjálfa og gefa af mér, en með tímanum hefur aukist sú tilfinning fyrir því að það sé ákveðin skylda að gefa af þeirri reynslu sem ég hef verið heppinn að geta safnað með því að keppa á atvinnumannastigi í hjólreiðum.

Það er endalaust hægt að lesa og læra um þessa hluti, svo lengi sem áhuginn er til staðar. Ekki gleyma þó að hafa gaman af þessu, stundum eru frjálsu, óskipulögðu dagarnir, bestu dagarnir. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, þá er mín besta ráðlegging einföld: vertu alltaf með einhvern betri/sterkari/sneggri fyrir framan þig eða með þér á æfingum. Spurðu þá sem hafa náð lengra en þú, út í allt milli himins og jarðar, oftast finnst þeim gaman að hjálpa til og gefa ráð.

Takk fyrir sumarið!

Keppnissumarið 2017 er búið. 3.árið í röð sem ég get hef getað litið á hjólreiðar sem atvinnugrein, og beitt mér af fullu afli til þess að ná sem lengst í keppnishjólreiðum.

Það er magnað að fá tækifæri til að hugsa og gera allt tengt hjólum í svona langann tíma. Að fá að afreka hluti eins og að taka þátt í heimsmeistaramótum, evrópumeistaramótum og heimsbikarmótum. Að standa á sömu ráslínu og bestu fjallahjóla og cyclocross keppendur í heiminum. Að vera fagnað sem Íslending, keppandi á stigi í sportinu sem enginn Íslendingur hefur sést á áður. Að búa til ómetanlegar minningar fyrir framtíðina.

Það fylgja þessu ótal fórnir, og það tekur sinn toll að frysta allt annað í lífinu til að uppfylla stærsta drauminn. Keppnishjólreiðar, sérstaklega með erlenda búsetu, getur verið einmanalegt líf á köflum, og manni getur fundist maður vera að missa af vinum og fjölskyldu á meðan æfingar og keppnir taka forgang. Þetta er réttlætanlegur kostnaður þegar góðum árangri er náð, og tækifærin sem bjóðast fullnýtt, sem mér finnst ég hafa gert undanfarin ár.

Mér finnst þó mikilvægt að taka fram að þetta er ekki eins manns verkefni. Án fjárhagslegs stuðnings frá Novator og góðum vinum væri ekkert af þessu hægt, en áður en ég náði svona langt þurfti að byrja á því að leggja grunninn, í samstarfi við vini og fyrirtæki sem sjá tækifæri í samstarfi. Ég mun alla ævi vera þakklátur fyrir þá aðstoð sem ég hef fengið, styrkina sem hafa haldið mér á lofti, og stuðning vina og fjölskyldu.

Stór munur á þessu ári og árinu áður er hversu mikinn tíma fjallahjólið fékk, bæði á æfingum og í keppnum. Ég skilgreini mig sem fjallahjólara, þannig að það er eðlilegt að ég geri meira af því heldur en öðru. Ólíkt fyrstu árunum í sportinu, þegar ég tók þátt í nokkurnveginn öllu sem bauðst, þá hefur ákveðin sérhæfing fylgt því að klifra á hærra stig í alþjóðlegum keppnum.

Bikarmótin í fjallahjólum voru aðeins 3 talsins, en þó var gaman að geta mætt í þau öll, vel skipulögð af HFR og Tind. Upp úr stendur ný braut á Hvaleyrarvatni, skemmtilega krefjandi braut sem líkist brautum sem finna má erlendis.

RB Classic var merkileg keppni, en þrátt fyrir að hafa mætt til leiks í góðu formi 2014 og 2015, hafði mér ekki enn tekist að gera allt rétt í keppni þar sem keppnin getur endað á hverri sekúndu vegna erfiðrar brautar. Í ár gekk allt upp og ég stóð uppi sem sigurvegari, feginn að bæta þessarri keppni við safnið. Þetta er sennilega uppáhalds götuhjólakeppnin mín á Íslandi, að hluta til vegna þess að vegalengdin hentar mér, en helst vegna þess að brautin er byggð á „classic“ keppnunum í Belgíu og Hollandi, þar sem holóttir vegir og hellusteinar ráða ríkjum og láta keppnina snúast um meira en að hjóla hratt og í góðum hóp.

WOW Cyclothon stendur uppi sem hápunktur sumarsins í Íslenskum keppnum. Ég fékk tækifæri til að taka þátt með góðum vinum og spennandi útlendingum fyrir lið CCP. Með samstarfi við Zwift liðið sigraði liðið mitt eftir frábæra keppni. Það er eitthvað magnað við þessa keppni sem dregur mann að henni á hverju ári, en þetta ár er sennilega það besta hingað til.

Íslandsmeistaramótin í fjallahjólreiðum (ólympískum og maraþon) voru spennandi í ár, þökk sé góðri samkeppni frá Hafsteini sem virðist ætla að vera í góðu formi alla ævi. Vesturgatan hefur aldrei verið jafn góð, en ólíkt fyrra ári þar sem ég hjólaði alla leið einn, var keppnin þetta árið töluvert harðari og spennan entist alveg fram að lokametrunum. Sama gildir um ólympísku keppnina, ég leiddi keppnina en var aldrei með nógu öruggt forskot til að geta slakað á, þannig að ég þurfti að setja allt sem ég átti í þetta. Báðir titlarnir voru þó endurnýjaðir, sem gerir góða hluti fyrir mig í UCI keppnum erlendis, þökk sé stigunum sem þessar keppnir gefa.

Ferðalögin til Íslands eru stundum löng og gefa góðann tíma til að heilsa upp á sem flesta og njóta heimalandsins, en flestar eru þær þó heldur stuttar. Það gerir það enn verðmætara að heilsa upp á vini mína í Kríu, grípa góðann mat á Saffran, eða fylla á bensíntankinn fyrir keppnir sumarsins hjá Hreysti. Reglulegar heimsóknir til Iron viking fyrir Compressport vörur, og að heilsa upp á Rikka í Garmin búðinni, og ævinlega skemmtilegt spjall við Ævar á Slippnum á meðan hann forðar mér frá hellisbúa lúkkinu. Ferðalagið sjálft er í boði WOW air, sem hafa aðstoðað mig með ferðalögin frá upphafi. Í ár bættist við Skoda á Íslandi, eftir frábært samstarf við Skoda liðið sem ég keppti með í WOW Cyclothon árið 2016, og ég gæti ekki verið ánægðari með það sem við höfum gert og ætlum okkur saman í framtíðinni.

Eins og sjá má er listinn af stuðningsmönnum og styrktaraðilum langur og öflugur. Þetta er eina leiðin til að ná langt í sporti sem gengur á einhverju sem enskumælendur myndu kalla „grit“. Eins konar þörf fyrir að standa upp aftur eftir hvert áfall eða mistök.

Ef ég er ekki að gera þetta fyrir sjálfann mig, eða þá sem styðja mig og búast við góðum árangri, þá veit ég ekki afhverju ég er að þessu. Draumurinn er skýr: að ná eins langt og ég get, með þann tíma sem mér er gefinn, og þau tækifæri sem mér bjóðast. Þetta er gluggi sem lokast hægt og rólega, og ef maður stekkur ekki í gegn núna, þá verður það ekki gert seinna.

Takk allir fyrir mig í sumar. Takk fyrir að koma út að hjóla með mér, skoða brautir og blaðra um nýjustu græjurnar. Takk allir sem ég keppti við og veittu mér samkeppni. Takk fyrir að koma með í keppnisferðir og aðstoða mig með allt sem lætur mér líða eins og ég geti fókusað á eitt: að hjóla hratt. Takk fyrir að hafa trú á mér sem íþróttamanni, að líta upp til mín sem fyrirmynd, og leyfa mér að gefa af þeirri reynslu sem ég hef safnað. Takk fyrir að draga mig niður á jörðina þegar sjálfið nær aðeins of háum hæðum, takk fyrir að minna mig á afhverju ég er að þessu, og takk fyrir að hvetja mig áfram.

Dagarnir fyrir keppni

Ég hef alltaf verið varkári hjólarinn, sem tekur aðeins meiri tíma í að skoða hlutina áður en ég læt vaða. Ég tók snemma eftir þessu þegar ég byrjaði að leika mér á BMX hjóli 15 ára gamall með strákunum í hverfinu, þegar við vorum að byrja að feta okkur áfram á “grunnstiginu”. Bunnyhop upp stærri og stærri kanta, smá snúningur á hjólinu í loftinu hér og þar, fyrst 90 gráður með fullt af dettum, svo 180 gráður og loks 360 gráður, grasbrekka sem breyttist í stökkpall, og skúrar notaðir til að láta sig detta fram af, í lendingu eða flata jörð, ég var alltaf síðastur til að þora, og láta vaða. En það tókst alltaf allt á endanum. Ég náði stökkinu, kláraði “trikkið”, lenti droppinu, en stundum var það eftir að allir aðrir voru löngu búnir að ná þessu, og þá hafði afrekið tapað einhverju gildi fyrir mér, og öðrum. Ég held þó að ég hafi, með þessarri varkárni, sloppið við allskonar meiðsli og brotna hjólaparta, þannig að ég skammast mín ekki mikið fyrir að vera ekki sá fyrsti til að prufa eitthvað heimskulegt, sama hversu frábær maður lítur út fyrir að vera ef það tekst.

Undirbúningurinn fyrir fjallahjólakeppni er langt ferli, sem skiptist í marga hluta, en er ekki alltaf jafn flókið. Einföldustu keppnirnar eru til dæmis minni keppnirnar á Íslandi, eins og Heiðmerkuráskorunin eða slíkar keppnir. Það þarf ekki að plana mikið fyrir þær, en sama hversu einföld keppnin er, eða hversu oft maður hefur tekið þátt áður, þá er alltaf hægt að klúðra smáatriðum sem maður tekur sem gefnum. Erlendar keppnir bæta við nýrri vídd, þegar kemur að skipulagi á ferðadögum, flugi, bíl, dóti sem þarf að pakka, hóteli eða gistihúsi, skráningu í keppnina, aðstoðarmenn, og ýmislegt annað.

En hvernig tæklar maður hlutina þegar komið er á staðinn? Það sem skiptir sennilega mestu máli í fjallahjólakeppnum er brautin.

Mér finnst mikilvægt að eyða nógu miklum tíma í brautinni til að líða vel með alla hluta hennar, og að geta rúllað hana í heilu lagi, á góðum hraða, án vandræða. Það er lykilatriði að finna gott jafnvægi í brautinni, þekkja erfiðu kaflana, og rólegu kaflana, vita hvar á að gefa allt í botn og hvar er hægt að slaka á, án þess að tapa tíma. Allir hafa sína veikleika, allir hjólreiðamenn eru misjafnir, og það getur verið svo margt sem kemur manni úr jafnvægi. Brattar brekkur, laus möl, “offcamber” beygjur (td hægri beygja sem er í brekku sem hallar til vinstri), trjárætur, stór grjót, stökkpallar, háar hengjur, mjög brattir niðurkaflar, þröngar beygjur, sandur, og svo mætti lengi telja. Það er líka misjafnt eftir fólki hvernig veðuraðstæður breyta brautinni, sumir verða óöruggir þegar það byrjar að rigna, og þétt mold verður að rennisleipri drullu, trjárætur verða ótrúlega sleipar, og grjótakaflar verða bara frekar óskemmtilegir. En sumir elska það, og nýta sér eigið öryggi í hættulegum aðstæðum, til að ná yfirhöndinni gegn þeim sem vilja passa sig meira, og þora ekki að sleppa tökum og taka sénsa.

Ég legg oft á minnið þá kafla sem standa mest upp úr, til að hjálpa mér með að komast yfir áskoranir framtíðarinnar, eftir því sem ég prufa mig áfram í fleiri keppnisbrautum. Grjótakaflinn í heimsbikabrautinni í Nove Mesto var alvöru áskorun, og sama gildir um þreföldu stökkpallana í Mílanó. Rennisleipa og langa brekkan á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg var ótrúlega flókin í hausnum á mér, en einfaldaðist mikið þegar ég prufaði hana loksins. Fyrsti tæknikaflinn í heimsbikarbrautinni í Lenzerheide byrjar með öflugu sikksakki, í sleipum trjárótum og miklum niðurhalla, en verður þægilegur þegar maður er ekki umkringdur 100 hjólurum, föstum í tregt. Á EM í XCO í fyrra, í Huskvarna, var merkilega flókin hægri-vinstri beygja, sem lá niður grjót, með mjög bröttum og þröngum beygjum, þar sem maður varð að finna réttu línuna til að ná kaflanum án vandræða.

Ég byrja á að rúlla brautina í rólegheitum, passa að fara ekki of geyst í brött klifur, hef augun á flestum tæknilegum köflum, en er ekkert sérstaklega að vanda mig við að finna réttu línurnar til að byrja með. Ég stoppa á erfiðustu köflunum, skoða mig um, glápi aðeins á línurnar og reyni að sjá hvernig er best að tækla, og fylgist með reyndari keppendum prufa sig áfram. Ef kaflinn virðist ekki vera of erfiður, þá prufa ég, en annars held ég áfram og geymi kaflann þar til síðar.
Ég hef gert þau mistök að einblína á kafla sem var of erfiður fyrir mig, en mér fannst ég verða að ná honum til að geta liðið vel í brautinni. Mistökin voru að ég eyddi svo miklum tíma í að æfa þetta, að ég hugsaði ekkert um restina af brautinni, og var ekki undirbúinn fyrir marga aðra kafla þegar kom að keppninni. Eftir þetta lærði ég að líta fljótlega á þá kafla sem mér finnst erfiðir, en gleymi þó ekki heildarmyndinni, sem er öll brautin.
Það er misjafnt hversu mikinn tíma maður hefur til að æfa brautina. Keppnin er vanalega á sunnudegi, og stundum mæti ég á föstudegi og hef ekki mikið meira en 1-2 daga til að skoða brautina. Í stærri UCI mótum, eins og HM/EM/World Cup, þá eru fastir tímar á hverjum degi þar sem brautin er opin fyrir æfingar, en er lokuð annars, sem flækir málin meira. Mér finnst þægilegt að byrja rólega, fara þennan fyrsta hring, og meta stöðuna eftir hann, eftir því hversu flókin brautin er, og hvort mér finnst einhver kafli vera að flækjast fyrir mér. Þegar ég næ að fara nokkra hringi, á jöfnum hraða, og þarf ekki að stoppa neinstaðar, eða er ekki í sérstökum vandræðum, þá líður mér vel með brautina og mér finnst ég tilbúinn til að keppa.

 

Best year ever

It‘s been a great year. Starting on square one in January, having been released from the hospital just days before Christmas, I was still in a grey area, not fully recoved, and anything could have happened. My recovery was amazingly quick after coming so close to death, let‘s call it a mixture of luck and top quality medical assistance, with a hint of fighting spirit. My year started when I got back on the bike. Sure, I was happy to be back home with friends and family, but my mind was in a dark place and me being who I am, I needed a goal. I needed a mission.

My mission was a 5 week training camp on Tenerife. Armed with my road bike I went from being dropped in climbs by people I‘ve never had trouble with, to long rides at speeds I hadn‘t seen for months at the time. It was a period of healing for both my mind and body, and I felt that despite some lingering mental problems, I was ready to get back into professional cycling.

I raced in 10 countries this season, from the USA to Switzerland to the Czech Republic. Of course Iceland featured some of my regular goals such as national championships, but my mind has been set on racing in Europe and beyond for a while, and while I love racing on home soil, my aspirations lie elsewhere.

Starting my international season in Italy in March, I already had a good feeling for the season, but still had some reservations due to an extremely difficult winter, and reduced training volume in the past months. A fun-packed trip to California for a couple of US Cup races, Sea Otter Classic included, showed me some progress with a nice top 50 at a UCI HC race. The low point of my season would be a trip with my favorite teammate Gústaf to the European Cross Country Championships in Sweden, May. I had gotten a bad skin infection caused by insect bites on my leg, and the pain combined with strong antibiotics threw my racing form in the trash for weeks. The Euro champs was my first ever DNF, and I felt like I was hitting rock bottom. After a 4 week buildup period I had a strong performance at one of the biggest races in Iceland, the Blue Lagoon Challenge. Coming in 3rd after one of the strongest marathon racers in the world, Soren Nissen, yet beating the European Eliminator Champion Emil Linde, was a big sign of my form getting better. Part of my training period was joining an amazing group of guys as Team Skoda, for the WOW Cyclothon, a relay road race around Iceland. I had a great experience with good friends, feeling a mental boost for the rest of the season.

The rest of the season included 5 weeks of the biggest goals of the season, all in a row. Starting with the UCI marathon World Championships, followed by the UCI XCO World Championships and then a UCI XCO World Cup, along with the Icelandic marathon National Championships and the Icelandic XCO National Championships. A tough period of racing, to say the least. The marathon Worlds, in Laissac, France, is something I still count as the most difficult race I‘ve ever done, due to the technical course, heat, incredibly high level, and total race length. Still it was my best result, relatively, with finishing 75h out of almost 150 riders. It was an amazing trip, and I‘ll never forget it as my first ever World Championship race. In Nove Mesto, at the XCO Worlds I encountered a very difficult course, and a much more competitive environment. I‘m happy I managed to stay out of Nino Schurter‘s way when he passed me on the 5th lap, moments after he made his winning move. This was a race I was glad just to finish, and I learned so much from it. The World Cup in Lenzerheide, Switzerland, was a very similar experience, although made much more friendly with the help of Christian Helmig and Hanna Klein, my room mates during the racing week. I was the first Icelandic individual to participate in all of these events, and I‘m very proud to have raced for my home country in such big events.

A double national championship victory, both for marathon and XCO, was a relief for me, to be honest. I don‘t feel much pressure when racing in Iceland, as I‘m surrounded by friends and family, but racing for the national title always puts me under stress, no matter how many I win. To have the jersey for one more year means a lot to me, and I look forward to putting it on again when I start my 2017 season.

30 flights and 94 nights at various hotels later I‘m thankful for so many things. The support of my girlfriend, Iðunn, is by far the most important thing in my life right now, and having friends and family who happily listen to me going on about this race and that bike component, is more helpful than they realize. But trying to make it in the world of professional cycling isn‘t free. In fact, it‘s quite an expensive sport for the individual, and I‘m not just talking about putting everything in life on hold, like studies or work, while I‘m at it. I‘ve been lucky to be in the position of being in the spotlight in Icelandic cycling for a while, and it‘s gotten me invaluable help from companies, organizations and individuals.

When I signed a deal with Novator, an investment firm founded by an Icelandic investor and entrepreneur, Björgólfur Thor Björgólfsson, it was the first and most important step into making cycling my profession and future career. Without their help I wouldn‘t be able to travel the world for training and racing my bike, and I thank them for believing in me, and for a unique opportunity to become Iceland‘s first full time pro cyclist. I‘m also supported by a group of individuals who‘s passion for cycling and vision of my potentials as an athlete have helped me along the way and made sure I can go through every month of training and racing without worry.

I can only count one brand of bicycles I‘ve used since I started racing in 2011: Specialized. When I made a deal with my long time friends Emil and David at Kria Cycles 5 years ago, it was the beginning of an amazing journey. I‘ve learned a lot, encountered obstacles and grown as a person and as an athlete, and been an important factor in representing Specialized in Iceland, and I plan to keep it that way. Lauf forks showed their faith in me by awarding me with a custom painted Lauf TR 29 in Icelandic colors, representing my 5 national titles in mountain biking. Hreysti have kept me going with energy products from Science in Sport, WOW air are an incredibly important part of all my traveling plans throughout the year,  and Garmin Iceland provide some of the necessary training equipment I use on every ride. Compressport Iceland have helped me with my recovery with their products, also useful for the occasional run when preparing for cyclocross. This year‘s addition of Saffran, an Icelandic chain of healthy and delicious food, has been a surprisingly big one. Being part of their marketing material is an honor, and getting nutritional support from them in every flavor imaginable is simply amazing.

I‘m feeling better today, after a long season, than I did when I was at my best in 2015. Next year is going to be an exciting one, with big goals such as the Small Nations Games, and trying out different World Cup races as well as mountain bike marathon racing. I keep going over the same thing in my head when training these days: if I had such a great summer after a horrible winter, what will next year be like after a great winter?

Getting back in the game

The last few weeks have been the biggest training weeks in my career, both in intensity and volume. It’s quite a way to start training for the season, let alone a way to recover from an almost career-ending injury. But it has been exciting times, ever since starting to get back on my feet in early January. To put into perspective, at the first weeks of the year, getting two bike riding days in a row was a big task. It wasn’t so much my body being unable to handle the training load, as it was mentally draining to stay motivated, and positive. Staying positive has taken it’s toll for some time now, and although I appear to be just fine on the surface, I’m still fighting a war inside.

People have been very supportive in my journey back from the injury, regularly asking me how I’m doing and checking up on me to see how everything is holding up. I think I have a different perspective on things today, I didn’t pay close attention to people around me when they were suffering from injuries, sickness or big changes in their life. It was difficult to relate, to connect and feel how support was needed, even simple things like just talking about life.

Some people have asked me recently if I feel okay with talking about what happened, and how I’m recovering. I get the sense that while I maintain a positive attitude and stay motivated to reach my goals, I appear not to need to talk about it. But I like talking about it. It’s something that happened, and there is no way to change that, so why hide it, or ignore it? Go ahead and ask me about it, it makes me feel better to unwind and get everything out in the open.

My training took a big leap forward when I arrived here on Tenerife in late January, 3 weeks ago. It marked a point where I was going to put myself through unusual amounts of training hours, and see how the body, and mind, reacted. I’ll admit that even though I’m known for being very confident in my abilities, I was feeling nervous about starting my training. I had very low expectations, and felt that if I would believe too much, I would have a hard time accepting failure.

It turns out that I underestimated myself. The first 2 weeks of training amounted to approximately 55 hours on the bike, and just 10 days after starting my coach Thomas put me through a 20 minute test to measure my fitness. The test blew me away, and shocked me to the point where I thought it was wrong, because the results showed better form than I had in February 2015, only a few percent off my best ever test. I guess things are going well.

My arm however is still a question mark. As I’ve talked about before, both bones in my forearm broke in half, requiring 2 titanium plates and multiple titanium screws to hold everything together. Recovery has been very promising and the bones appear to heal very well. But there is no denying the amount of force and pressure caused by a mountain bike race. I have put it through some suffering here on the island, but how it handles a race remains to be seen.

My club Tindur arrived here on Tenerife 2 weeks after me, and spent 1 week of training here. I was very excited to see everyone again, including new faces that were taking cycling seriously. Riding with the group felt good, especially since I’ve not spent much time riding with people from Iceland after moving to the Netherlands last year. I wouldn’t say I’m feeling homesick or lonely, but there is something special about spending time with people of the same nationality.
I had the opportunity to guide one of the groups of people through the longest days of their training camp, and it was an amazing experience. Recently I have tried to adopt a passive approach to giving advice about racing, training and cycling in general, equipment choices, my own racing stories and who should win the Tour this summer, instead of putting everyone through hours of cycling related monologues. The response has been quite surprising, as people in the Tindur group were happy to ask about my opinion of  their own plans and how I would do things. They asked about my own plans, and wanted to know what the future has to hold for me, but what I liked most of all was being able to point in the right direction, to use my experience to guide people and get them excited about their racing plans and training.

In only a few weeks my racing season will start. It’s a bit later than originally planned, but things have changed and I’m extremely lucky to be able to stick to my summer plans, which are ambitious to say the least. Starting with local races in the Netherlands to test my racing form and see how my arm and head can handle things, I’ll put it in the high gear when I do races in Italy, Belgium and the USA before competing at the European Cross Country Championships in May.

A year of firsts

It’s been a good year, full of new experiences and moments with special people. I have learned more about cycling in one year than I have since I started in competitive mountain biking in 2011, and I have met people full of experience. Sharing a hotel room with the National Champion of Luxembourg, being on the same start line as the current World Champions, receiving the first Icelandic UCI license are only a few of the outstanding moments of the year.

2015 will be remembered as the year of firsts.

I started the year with the same goals as in the past years: national titles on top followed by popular wins in the biggest Icelandic races. One thing that stood out was a plan to compete in 1 or 2 mountain bike races outside Iceland.
In the yearly training trip in Tenerife, in the start of February I was presented by a very good friend, Birgir Már Ragnarsson, an opportunity to take a leap of faith into professional cycling. I will be grateful for his help for years to come. Call professional cycling what you want, be it a presence in a pro team or a title in the phone book, but to me it is very simple: this is my primary job, my lifestyle and my passion, and I get paid to do it.
Soon my plans changed and before I knew it I was with my girlfriend in the USA to participate in 2 rounds of the US Pro Cup cross-country series. My first time as an Elite rider, I had to find a way to earn a license in order to be able to race at such a high level. Iceland was not a part of the UCI, cycling’s international governing body, so there was no such thing as an Icelandic UCI license at the time, so after a lot of research I found a way in. My victory in the Cat 1 category of the Sea Otter cross-country race in 2014 had unlocked an upgrade to a professional license in the USA, meaning I could have a license despite not being a US citizen. This was the key to being able to carry out my plans of racing at the Elite level.
My first race could be described as both a disaster, and a great start, depending on who is talking. Starting in the very back of a cross country race is the fate of any racer with no UCI points in their account, and is probably one of the hardest experiences in the sport. The first few hundred meters are raced at 200% intensity, and being in the back means a lot of fighting and rubbing elbows, only to find that after a corner or two, the course narrows into a single track with few possibilities for taking over other riders. This is something to get used to, and prevents many riders from reaching higher places when the race is finished.
But this is part of the game, and I love it. The hardest races are the best races, and I’m not a person who enjoys an easy win.

After a successful summer, I stood up with 8 UCI elite races on my record, in 5 countries, reaching the top 20 in one of them, and the pleasure to be able to say I’ve raced with World Champions and Olympic Champions.

But what were the firsts, previously mentioned?

  • I’m the first elite male professional cyclist from Iceland. This was a big change for me, to change my priorities and lifestyle choices, and taking the risks involved. Cycling is my job today, and it’s what I will do for as long as I can, because who would not want to call their passion their job?
  • I participated in my first professional race, as noted above. Racing in Bonelli Park, Los Angeles was a great experience, and one I will not forget. I look forward to better performances, but there is something special about the first time doing anything.
  • I beat another pro cyclist. One of the highlights of the year was the opportunity to race against high level professional riders like Sören Nissen and Louis Wolf at the Blue Lagoon Challenge in my home country. After having to give up on the chase after Sören rode to victory, I enjoyed sprinting against Louis in the final 200 meters for 2nd place overall. I look forward to racing with both of them again in 2016.
  • In October I won a cyclocross race in Iceland. What’s special about the race was the fact that the victory gave me the first title of Icelandic National Cyclocross Champion. I love cyclocross as a supporting discipline to mountain biking, and will continue to pursue it next winter.
  • I was the first Icelandic elite rider in a European Championship, in cyclocross to be exact. I’m very proud to race under the banner of Iceland, and being able to present my country’s increasing presence at international cycling events. This is only the beginning, next up is a UCI World Championship.
  • Perhaps the only first not planned, I received my first serious cycling injury, when I was hit by a moving motorcycle in November. The accident was a near fatal one, with life threatening head injuries resulting in a dangerous operation carried out by the staff of Erasmus MC in Rotterdam. I will be thankful for their professional skills for the rest of my life.

What is an adventure like this without help and support from others? In a word: impossible.
I have been helped along the way by so many people, and every single one of them has my thanks. It is a fact that I would not be where I am today without equipment, nutritional and financial support from my sponsors, they deserve more than recognition and a logo on my jersey.

Kria Cycles has been there from day one. Thanks to two of my best friends, David and Emil, every year I’m supported by the top end bikes from Specialized, along with their supporting equipment like shoes and life-saving helmets.
Novator are one of the biggest reasons I’m able to call this my day job. They help me support myself between races, and during races. Without them my daily life would not be the same.
Lauf Forks have a strong relationship with me, since I have been a test rider for their leaf spring lightweight cross country fork from the beginning, and continue to be a supported rider and a source of feedback for their development.
Hreysti have been supplying me with their energy drinks, gels and bars, as well as nutrition supplements and weightlifting supplies. They are great guys, and friendly every day.
Iron Viking have helped my recovery with their Compressport products for a few years now, and are a big part of my training and racing progress as a rider.
WOW air get me places, kind of a necessary part of racing as an elite rider, with races all over Europe and America. They have made a difference in my planning, enabling me to go places previously out of reach.
Garmin Iceland make sure I know what I’m doing when I’m on my bike, and have made sure I’ve found remote race locations in other countries more than once.

But it is not all about money or equipment. Every time someone tells me they are following my adventure and are positive about my accomplishments, every time someone says they are proud to know I’m racing for Iceland in other countries, every time someone asks me about cycling, allowing me to share my knowledge and experience, I feel incredibly fortunate. Having people to share my experiences with, and going through a great time of my life with friends and family, is what makes it great.

The future is bright

My plans for 2016 seemed to be derailed, and possibly destroyed by my injuries in November. My recovery was helped by what some would call determination, and others denial, but there is no denying the importance of mental capacity when dealing with an event that could have ended my life.

3 World Cups, 2 World Championships and 3 European Championships are big goals for any cyclist, and they are what keeps me going. There is no reason to aim low when presented with a second chance in life, so why not go big?

Accompanying the big races, my calendar lists over 30 UCI cross country races, in a 6 month racing season. It will be tough at some times, and pure pleasure at others, but one thing is certain. These years of cycling will be an experience I will remember for the rest of my life, one that did not slip away from me, but a real chance of living out my dream.

CX – Soigneur CX Finale

A proper start to the season was needed for the challenges that lie ahead, so I decided to do a short race, not too far away from Iceland. The finale of the Soigneur CX cyclocross series in Denmark was a perfect pick, at just the right time.

I decided to take an early flight to get in some quality training hours in, as well as to get used to my Crux in theright conditions. My friend Kári offered to let me stay at his place, and I was happy to get some company while staying in Copenhagen. As he was also planning to do the race, we did some training and course recon together, which helped get me ready for race day.

After a few days of training with Kári and Anton, another Icelandic cyclist living in Denmark, it was time to race. The elite category started at 13:30, so we had plenty of time to sleep in a bit and have a good breakfast. With everything ready we rode to the the course, getting our warmup started early. The weather was perfect for a bike race, sunny but not too bright, about 8 degrees Celsius.

The even was packed with people and a kid’s race was already underway when we arrived. Run-up stairs like in the Belgian races had been set up and a 50 meter long sand segment, along with 2 barriers, a short but steep hill and a lot of mud made the course very interesting. After registration we set off to warm up along the Strandvejen road, and met up with some of Kári’s friends to ride the course in between category races. Time passed fast and before I knew it, it was time to race.

Racing in other countries is different from racing in Iceland because there are more strong guys, more weak guys, and more potential winners. After getting used to being at the front at home, it’s easy to make the mistake of going out too hard in the start of a race, only to get passed by stronger riders later in the race. I had decided not to make that mistake, so the race plan was very simple: it’s an hour long race so there probably will never be any resting, but the focus is on getting a good start, but at my own pace instead of flying after the strongmen blindingly. After the start there are two options, if I’m feeling bad I just try and stick to a comfortable race pace in order to survive. If I’m feeling good, I go a bit harder to see how much I can do, and how far up the ranking I can get. A top 10 placing would be good, and was pretty much the base goal. Anything higher, like a top 5 would be a bonus.

The race started and I was on the 3rd row. I let a few excited guys pass me on the way to the first technical bit, and figured I was about 12th at that point. Kári had gone harder at the start and was in a very good position, and having him in my sights helped with pacing in the first two laps.
After riding a full lap, and passing a few guys who had gone out way too fast, I was feeling good despite racing a few heartbeats over what I’m used to at races. I started increasing the speed, and caught a few more, until I started seeing Kári closing in fast. I passed him, as we rode into the barriers, two of only three guys able to bunny hop them.
After passing Kári things started to settle in, and I was quite happy with my pace. I had figured in my head that I had to be around or close to 7-8th, and saw a couple of guys riding in tandem ahead of me.  I thought to myself that this would be my shot to get into the top 5, and started to drive harder. After about 2 laps I caught them, and waited until the barriers to make the pass, bunny hopping while they ran over them.
At this point I was in no-man’s land. I saw nobody in front of me, even on the longest stretches of the trail, and when I passed Anton and Bjögvin, who were watching the race, they told me the gap was quite a bit. Determined to try my best, I kept the same speed over the next few laps, but nothing changed from there on out. The gap to the guys behind me grew into more than a minute, and I was safe until the finish.

I got to the finish line, 5th according to spectators. After looking at the results, it said I had finished 4th, but I’m sure it’s only because of a timing chip error. A 4/5th place was more than I expected from a race like this, so the trip was a success. More importantly, it gives me confidence in upcoming races, and a mental boost in future training.

I got a lot of help during this trip, my pink Crux from Kría cycles was in top shape with borrowed wheels from my brother Óskar and WOW Air helped with traveling costs. Anton, Björgvin and especially Kári were very helpful, the trip wouldn’t have been the same without them.

Nýtt ár, nýjir möguleikar

2014 var án efa mitt besta ár í hjólreiðum. Það skemmtilega við þá staðreynd er að ég hef getað sagt þetta í lok hvers árs síðustu 3 ár, þannig að það virðist ennþá vera pláss fyrir bætingu.

Niðurstaða ársins er einföld: 17 sigrar í 34 keppnum (50%),  þar að  auki 2 sigrar í liðakeppni. Íslandsbikar í fjallahjólreiðum ásamt 2.sæti í götuhjólabikarnum og tímatökubikarnum. Íslandsmeistaratitlar í fjallahjólreiðum og götuhjólreiðum. Árið var svo toppað með því að vera valinn hjólreiðamaður ársins.

Þetta er búið að vera skemmtilegt ár, og það væri án efa ekki svona gaman ef það væri ekki fyrir allt fólkið sem hefur komið að þessu. Keppnisstjórar, brautarhönnuðir, starfsfólk í keppnum eru ómissandi fyrir sportið og leggja sitt fram í frábæru starfi. Liðið mitt sem keppir fyrir Kríu á Specialized hjólum, Óskar, Emil, Siggi Hansen, Helgi Páll með aðstoð frá David, stóð sig frábærlega og samvinnan var mjög góð. Margar góðar keppnir voru unnar með þeirra hjálp, WOW Cyclothon, Tour de Hvolsvöllur og íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum svo einhver dæmi séu tekin. Ekki má gleyma keppinautunum, það væri nú ekki mjög gefandi að keppa í nokkurri íþrótt ef engin samkeppni væri, og eiga flottir strákar á borð við Helga Berg, Hákon Hrafn, Árni Már, Óskar og Hafsteinn þakkir skildar fyrir að halda mér við efnið.

Ég er ótrúlega heppinn að geta sagst hafa fjölmörg fyrirtæki sem styðja við bakið á mér í keppnum og æfingum. Þau eiga þakkir skildar fyrir áhugann sem íþróttinni er sýndur, og að hafa trú á íþróttamönnum eins og mér.

  • Kría hjól sér mér fyrir Specialized hjólum, fatnaði, búnaði og öllu sem því tengist
  • Lauf forks gefa mér demparagaffla til að prufukeyra, og hjálpa mér með fjallahjólatengdann búnað
  • Hreysti heldur mér gangandi á æfingum og í keppnum með orkudrykkjum, gelum og orkustöngum
  • Gló gefur mér gott að borða alla daga vikunnar og heldur hollustunni uppi
  • IronViking hjálpar mér að jafna mig eftir erfiðar keppnir og æfingar með Compressport compression fatnaði
  • Garmin búðin sér mér fyrir Garmin GPS tæki og öllum aukabúnaði svo ég viti hvað ég er að gera á hjólinu
  • WOW kemur mér í flottustu keppnirnar í útlöndum, og til baka með hjól og allar græjur
  • Optical studio heldur mér flottum með Oakley gleraugum
  • Ölgerðin sér mér fyrir Kristal og Pepsi

Takk fyrir!

Næstu skref

Ég hef aldrei getað tamið mér það að halda því leyndu sem ég ætla mér í lífinu. Mig langar að ná lengra í íþróttinni, jafnvel komast í atvinnumennsku ef tækifærið býðst. Tíminn líður og tækifærin gerast ekki mörg. Það sem stendur uppúr þegar horft er yfir komandi ár eru fleiri keppnir í útlöndum. Með hjálp styrktaraðila er stefnan tekin á að taka þátt í fjallahjólamótum í Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi, auk Bandaríkjanna. Þær keppnir sem ég er að miða á fylgja hefðbundnu formi ólympískra fjallahjólreiða (XCO), en það lýsir sér í 90 mínútna keppni í tæknilegri braut þar sem nokkrir hringir eru farnir, ekki ósvipað þeim keppnum sem við höfum hérna heima. Munurinn er þó sá að samkeppnin er mun harðari og keppinautarnir sterkari og sneggri. Hvað er betra til að ná lengra í sportinu en að stökkva í djúpu laugina? Hérna heima er stefnan tekin á stærstu keppnirnar eins og Bláalónsþrautina, Vesturgötuna og Íslandsmeistaramótin. Á óskalistanum eru einnig götuhjólakeppnir í Færeyjum og þáttökuréttur á heimsmeistaramótinu í fjallahjólreiðum í Andorra, sem er haldið af UCI.

Hvað með UCI?

Talandi um UCI, alþjóðleg samtök hjólreiðamanna, þá er spennandi að sjá hvenær Ísland kemst þar inn. Með hverju ári verður mikilvægara fyrir okkur að vera hluti af samtökunum, og mig grunar að á næstu árum verði pressan enn meiri. Þetta skiptir máli fyrir alla sem vilja keppa í hjólreiðum en hjólreiðamenn eins og ég hafa mögulega mest að græða á þessu. Hver meðlimur í samtökunum, að því gefnu að hans land sé aðildarland, getur fengið skírteini sem heldur utan um keppnisferil, safnar mikilvægum stigum og kanski mikilvægast, gefur þáttökurétt í ákveðnum mótum og segir til um flokkun innan hverrar greinar íþróttarinnar.

Þetta þýðir að ef ég vil taka þátt í stærri mótum í td. fjallahjólreiðum, heimsbikarmótum eða heimsmeistaramóti, þarf ég að bíða eftir að Ísland komist inn í UCI því annars fæ ég ekki að taka þátt. Ég get ekki unnið mig upp innan íþróttarinnar eða keppt fyrir hönd Íslands. En ég hef trú á að þetta sé að gerast, og gott fólk hefur lagt sig fram við að halda ferlinu gangandi, það er ekki annað hægt en að hlakka til dagsins þegar þessar dyr opnast, og bjóða fleiri möguleika fyrir Íslenska afrekshjólreiðamenn.

 

Það stefnir í frábært ár með nýjum og stærri markmiðum. Samkeppnin hérna heima er að aukast og keppnum og keppnisfólki fjölgar með ári hverju. Tækifærin í útlöndum færast nær og bjóða upp á stærri, erfiðari og flottari keppnir sem er óneitanlega það sem maður leitar að þegar lengra er komið. Fylgist með hérna á blogginu þar sem ég set inn keppnissögur og aðrar pælingar!

Newer posts

© 2024 On your left

Theme by Anders NorenUp ↑